<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 25, 2005
 
Dolph i nyrri stormynd?
Góðar fréttir berast frá meistara okkar Dolph. Samkvæmt heimildum dolph.tk er hann í leikarahópi stórmyndarinnar "The Inquiry" sem að er væntanleg eftir 1-2 ár. Myndin gerist þremur árum eftir dauða Krists og er ekki hin dæmigerða hasarmynd sem að Dolph er frægur fyrir að leika í. Sögur eru á kreiki í rómarveldi að spámaðurinn Jesús frá Nasaret sé upprisinn og Rómeversrki keisarinn sendir dyggan stuðningsmann sinn til þess að finna líkama hans og afsanna orðróminn.

Hlutverk Dolphs er enn ekki komið á hreint en við gerum ráð fyrir að hann verði í aðalhlutverki. Spennandi tímar framundan fyrir aðdáendur Dolphs. Einnig má segja frá því að "The Detention" er komin í leigurnar hér á klakanum og má enginnn kvikmyndaáhugamaður láta þetta meistaraverk framhjá sér fara.

|
föstudagur, nóvember 11, 2005
 
Snyr Drago ekki aftur?
Samkvæmt nýlegum heimildum dolph.tk mun Dolph EKKI leika rússnenska hnefaleikakappann Ivan Drago í næstu Rocky mynd.

Dolph sagði þetta við contactmusic.com "Ég held að Drago sé enn í Síberíska Gúlagið. Ég er aftur á móti að vinna að mynd sem að gerist í Rússlandi, og hef því mikið verið að hugsa um Drago að undanförnu".

Við í FDL erum með blendnar tillfinningar varðandi þetta mál. Gaman hefði verið að sjá Dolph aftur í hlutverki Dragos en aftur á móti líst okkur ekkert á hugmyndir Sylvesters um að láta hann vera með alnæmi. Gæti fullkomnasti maður veraldar fengið alnæmi?

|
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
 
Dolph á afmæli í dag!!
Sælir félagar,

Okkar elskulegi, ástkæri, manngóði...vinur, Dolph Lundgren á afmæli í dag. Við í FDL óskum honum innilega til hamingju með daginn.

Einnig ætlum við að senda íslensku ríkisstjórninni bréf þar sem við krefjumst þess að 3. nóv verði gerður að frídegi til virðingar við Dolph.


|
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
 
Endurkoma Ivans Drago!
Samkvæmt heimildum dolph.tk mun Dolph Lundgren snúa aftur í hlutverk Ivans Dragos sem hann gerði svo ógleymanlegt í myndinn Rocky IV. Ivan mun snúa aftur í myndinni Rocky VI ,eða "Rocky Balboa" eins og hún mun heita, sem að er væntanleg í kvikmyndahús bæjarins annaðhvort 2006 eða 2007. Dolph myndi þó aðeins birtast í stutta stund þar sem að Sly, í hlutverki Rockys, heimsækir Ivan sem að er að deyja úr alnæmi á sjúkrahúsi. Í viðtali við kvikmyndablað segir Dolph að ef að tækifærið bjóðist muni hann glaður leika hinn margrómaða rússnenska hnefaleikakappa á ný!

Við hjá dolph.tk fögnum þessum fréttum og bíðum með eftirvæntingu eftir myndinni þó að við tökum þessari frétt með smá fyrirvara, en er þetta ekki orðið 100% öruggt.


|

Free Hit Counters
Free Counter