<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 25, 2005
 
Synishorn úr The Defender
Nú má loks sjá sýnishorn úr nýustu mynd og leikstjórnarfrumraun Dolph Lundgrens, The Defender. Annað sem er að frétta af myndinni er að hún er víst komin út í Grikklandi og er væntanleg í Brasíliu 23 febrúar. FDL gera sterklega ráð fyrir því að hún muni koma til klakans einhvern tímann á árinnu og viljum við biðja alla áðdáendur Dolphs að bíða með þolinmæði.

Hér má sjá sýnishorn úr myndinni með því að ýta á myndina:

Trailer á nýjustu mynd Dolphs, The Defender

|
mánudagur, janúar 17, 2005
 
FDL Kynna....
Hlaupaleiðin!

Nú hafa tveir stjórnarmeðlimir ákveðið að taka Dolph Lundgren sér til fyrirmyndar.
Dolph lét hafa eftir sér í viðtali að á gullaldarárum sínum hafi hann æft karate í tvo tíma, synt og hlaupið fimm mílur á hverjum degi.
Stjórnarmeðlimirnir tveir, Oddur og Einar Óli, hafa ákveðið að reyna eftir fremsta megni að hlaupa þessar fimm mílur daglega, og hafa valið hlaupaleið. Hún er tæplega átta kílómetrar (leið J á myndinni).
Einar og Oddur ætla einnig að senda hingað inn færslur með fréttum af átakinu daglega og taka Fyrir-Eftir-myndir af sér. Svo sjáum við að nokkrum vikum liðnum hver árangurinn verður á líkama þeirra og sál.

Er þetta gert til þess að tilbiðja hetjuna, Meistara Dolph Lundgren. Við getum aldrei orðið Dolph en við getum reynt eftir fremsta megni og er það okkar markmið!

Fylgist með hér á dolph.tk næstu vikurnar.


|

Free Hit Counters
Free Counter