<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, desember 30, 2004
 
Uppfærsla
Sælir félagar,

Eins og glöggir aðdáendur Dolphs hafa eflaust tekið eftir þá hef ég uppfært myndina af Meistaranum og einnig stjórnarmeðlim líðandi stundar.
Á þessari mynd er Dolph í bol merktum Kvikmyndahátíðinni í Chicago. Ekki er ég alveg viss um hvaða mynd hans var á þessari hátíð en allar myndir hans eru verðugar.

Annars óska ég öllum Félögum Dolphs gleðilegs nýss árs og minni á mikið og skemmtilegt verk sem við í FDL ætlum að framkvæma næsta janúar.

Fylgist spennt með!

Áramótakveðja,

Einar Óli, meðlimur FDL

|
miðvikudagur, desember 22, 2004
 
FDL boðar bjarta tíma!
Sælir félagar,

Við í FDL lofum björtu ári framundan og strax eru komnar hugmyndir um hvernig eigi að tilbiðja hetjuna okkar. Er ein ákveðin hugmynd í vinnslu sem tengist Dolph mjög mikið og við lofum fréttum strax og sú hugmynd er fullmótuð.

Annars er lítið að frétta nema að hann er að vinna á fullu í myndinni sinni The Mechaniker, þar sem hann fer með aðalhlutverkið og leikstýrir, eins og í nýjustu mynd hands, The Defender.

Fylgist með á næstunni því von er á miklu!

PS. FDL er komið með nýtt netfang: dolphl@gmail.com ef þið viljið senda einhverjar fyrirspurnir.

Official heimasíða Dolphs


|
fimmtudagur, desember 02, 2004
 
Skemmtilegar staðreyndir
Sælir félagar,
Ég ætla að sýna ykkur aftur þennan póst sem ég setti upp á hveitbrauðsdögum FDL síðunnar.
Maður fær aldrei leið á þessu.

Sumir gestir sem kíkja á þessa síðu spurja sig kannski hvað er svona merkilegt við þennan blessaða mann?
Við sem þekkjum vel til hans værum fljótir að svara: ,,Útlit hans!" eða ,,leikhæfileikar!".
En það er þó margt annað spunnið í Hr. Dolph en þetta tvennt. Hér koma nokkrar skemmtilegar staðreyndir um
meistara Lundgren.
Dolph fæddist árið 1959 í Stokkhólmi undir nafninu Hans Lundgren.
Dolph er með Master gráðu í efnaverkfræði úr háskólanum í Sydney.
Dolph er 1.98 metrar á hæð og 108 kg, mest vöðvar.
Dolph hefur gefið út "work out" myndband sem breytti lífi margs fólks sem var að berjast við aukakílóin.
Dolph fékk námsstyrk við MIT háskólann í Massachusetts, en aðeins topp nemendur komast þangað inn
og enn færri fá fullan námstyrk við þann skóla.
Dolph er með þriðju gráðu af svarta beltinu í Karate.
Dolph var evrópumeistari í Karate árin 1980 og 1981 þar sem hann m.a. vann Jean Claude Van Damm í úrslita bardaga.
Dolph var valinn sem fyrirliði Fimmtarþrautarliðs Bandaríkjanna fyrir ólympíuleikana í Atlanta 1996.
Dolph er með 160 í greindarvísitölu en sé maður með yfir 150 þá er maður talinn sérstakur.
Dolph talar fimm tungumál; sænsku, ensku, frönsku, þýsku og japönsku. Hann gæti að öllum líkindum vel bjargað sér í norsku og dönsku.
Dolph var valinn einn af 50 fallegustu karlmönnum heimsins af People tímaritinu árið 2000.

Eins og þið sjáið þá er þessi listi orðinn mjög langur en þó er hann alls ekki tæmandi.
Ég hef bara eitt að segja, Dolph er meistari!

|

Free Hit Counters
Free Counter