<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júní 14, 2004
 
Áfram Svíþjóð
Svíar unnu Búlgara í dag 5-0 og er það ágætis árangur hjá þeim gulu og bláu. En eru ´Svíar virkilega svona góðir í fótbolta? Talað er um að þessi Larsson hafi verið að koma aftur eftir langt hlé, en lítill fugl hvíslaði því að mér að Dolph Lundgren hafi farið í dulargervi og skorað þessi tvö mörk, bara svona til ap keyra liðið áfram. Ekki er samt víst hvort hann muni halda þessum brögðum sínum áfram því annars væri þetta ekki sanngjarnt fyrir hin liðið. Ég meina, hvernig getur fótboltalið ekki unnið ef Dolph sjálfur Lundgren er í liðinu?

Tillaga að breytingum síðunnar:
Ég legg til að við setjum upp einhverskonar "svartan lista" eða "dauða lista" síðunnar og er blaðamaður fréttablaðsins, sem skrifaði svo óvarlega um The Punisher og mannvininn, að sjálfsögðu efstur á lista ásamt Silvester Stallone. Svo ætla ég að kjósa með fjölmiðlafrumvarpinu í von um að Þórarinn þessi missi vinnuna.

|
laugardagur, júní 12, 2004
 
Dolph fær heiftarlega utreið í íslenskum fjölmiðlum!
Í fréttablaði dagsins í dag ( 12. júni) var hörðum orðum beint að Meistara Dolph. Í mjög saklausri grein um Refsarann (The Punisher), sem er væntanleg í kvikmyndahúsum landsins á næstunni er lítið gert úr samnefndri mynd meistarans. Í greininni er meðal annars sagt "Versta stund refsarans var líklega bíomynd um hann með Sænska vöðvatröllinu Dolph Lundgren í hlutverki Castles. Myndin var vonlaus og fékk dóma og viðtökur eftir því. Tími refsarans var greinilega liðinn". Einnig er sagt "Það er töffarinn Tom Jane sem hefur tekið að sér að hressa upp á ímynd Refsarans sem að Lundgren gekk algerlega frá á sínum tíma".Það er óhætt að fullyrða að ég er ekki sammála blaðamanni þessarar greinar. Ég þekki engan sem hefur séð myndina og þótt lítið til hennar komið og sú grunsemd leggst að mér að blaðamaður hafi ekki séð mynd Meistarans og því fullkomlega óhæfur til þess að koma með athugasemdir á borð við þær sem hann kemur með í greinnini. Ég mun senda blaðamanni vefbréf um leið og færi gefst og ég mæli með því að aðdáendur Dolphs geri það líka. Veffangið er thorarinn@frettabladid.is

EinarGe

|
 
Dolph tekur því rólega á Englandi....
Sælir veri fólkið,

Lítið bitastætt hefur verið að gerast hjá meistara Dolph síðasliðnu vikur. Ég spái því að hann sé að taka því rólega við hlið fjölskyldu sinnar hér í Lundúnum til þess að búa sig undir átökin þegar stórmyndin "The Defender" kemur út. Annars mun líklega fylgjast vel með komandi Evrópumóti í knattspyrni, þar sem þjóð hans Svíþjóð mun keppa. Sérstaklega þar sem Hr. Dolph á heima í Englandi þar sem lítið annað en fótbolti kemst að um þessar mundir.
Annars er lítið að frétta af Dolph nema þrjár bíómyndir með honum eru á leiðnni, vonandi hverri annari betri.
Til ykkar mörg hundruð aðdáenda Dolphs á Íslandi bið ég ykkur ekki að örvænta því strax og eitthvað fréttnæmt gerist varðandi Dolph þá láta heimildarmenn okkar vita og við setjum það strax á Dolph.tk.
Í millitíðinni getum við stjórnarmenn og gestapenni talað um hremmingar okkar á eyju elds og íss svo síðan drappist ekki alveg út.

Sumarkveðjur,

Einar Óli

|

Free Hit Counters
Free Counter