<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, apríl 29, 2004
 
Ida Sigrid, Til Hamingju Með Afmælið!
Heil og sæl,
Í dag á eldri dóttir Dolphs afmæli, hún Ida Sigrid Lundgren. Er hún átta ára í dag. Við fylgjendur Dolphs óskum Idu kærlega til hamingju með afmælið og meigi henni ganga vel í öllu því sem hún gerir í framtíðinni.(við vitum alveg að hún á eftir að gera það, enda dóttir Dolph Lundgrens, dö)

Kveðja


Ida ásamt pabba


|
miðvikudagur, apríl 28, 2004
 
Hjúskaparstaðan...
Ég hef fengið margar spurningar hvernig hjúkaparstaða meista Dolph sé. Þegar ég svara því að hann sé harð giftur henni Anette og eigi tvær yndælisdætur þá fæ ég heyri ég oft ,,djöfullinn!, það er búið að veiða alla feitustu fiskana". Því miður er þetta svona en við þau sem þráum Dolph verðum að láta drauma okkar nægja.

Dolph ásamt konu sinni (Anette) og dóttur (Ida Sigrid)

|
þriðjudagur, apríl 27, 2004
 
Allt komið af stað
Sælir félagar,

Nú er félagið orið nokkurra daga gamalt og þykir mér hafa mjög tekist vel. Undirskriftalistinn fór vel af stað og höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð gagnvart honum.
Er ég einnig farinn að kynna starfsemina hér í Englandi og hef fengið tvo til þess að skrifa undir. Þeir voru skeptískir fyrst en þegar ég kynnti þeim aðeins fyrir meistaranum sjálfum þá skrifuðu þeir strax undir.
Þeir kolféllu fyrir vöðvabúntinu honum Dolph, þeir kolféllu fyrir leikaraum Dolph, þeir kolféllu fyrir fjölskylduföðurnum Dolph og þeir kolféllu fyrir fræðimanninum Dolph.
Eins og þeir sögðu á engil-saxnenskunni: ,,This dude is wicked!!! I do not only want him for the president of Iceland I also want him to be king of England. Is there any way we can hook him up with Prince Charles?"

Nóg komið í bili,
Dolph Kveðjur

|
mánudagur, apríl 26, 2004
 
Skemmtilegar Staðreyndir
Sælir félagar,

Sumir gestir sem kíkja á þessa síðu spurja sig kannski hvað er svona merkilegt við þennan blessaða mann?
Við sem þekkjum vel til hans værum fljótir að svara: ,,Útlit hans!" eða ,,leikhæfileikar!".
En það er þó margt annað spunnið í Hr. Dolph en þetta tvennt. Hér koma nokkrar skemmtilegar staðreyndir um
meistara Lundgren.
Dolph fæddist árið 1959 í Stokkhólmi undir nafninu Hans Lundgren.
Dolph er með Master gráðu í efnaverkfræði úr háskólanum í Sydney.
Dolph er 1.98 metrar á hæð og 108 kg, mest vöðvar.
Dolph hefur gefið út "work out" myndband sem breytti lífi margs fólks sem var að berjast við aukakílóin.
Dolph fékk námsstyrk við MIT háskólann í Massachusetts, en aðeins topp nemendur komast þangað inn
og enn færri fá fullan námstyrk við þann skóla.
Dolph er með þriðju gráðu af svarta beltinu í Karate.
Dolph var evrópumeistari í Karate árin 1980 og 1981 þar sem hann m.a. vann Jean Claude Van Damm í úrslita bardaga.
Dolph var valinn sem fyrirliði Fimmtarþrautarliðs Bandaríkjanna fyrir ólympíuleikana í Atlanta 1996.
Dolph er með 160 í greindarvísitölu en sé maður með yfir 150 þá er maður talinn sérstakur.
Dolph talar fimm tungumál; sænsku, ensku, frönsku, þýsku og japönsku. Hann gæti að öllum líkindum vel bjargað sér í norsku og dönsku.
Dolph var valinn einn af 50 fallegustu karlmönnum heimsins af People tímaritinu árið 2000.

Eins og þið sjáið þá er þessi listi orðinn mjög langur en þó er hann alls ekki tæmandi.
Ég hef bara eitt að segja, Dolph er meistari!

|
sunnudagur, apríl 25, 2004
 
Sögubrot
Sælir félagar,

Það er mér mikill heiður að fá að vera meðlimur í þessu mjög svo ágæta félagi.
Ég vil fyrst kynna þau markmið sem ég hef sett mér gagnvart þessu félagi en þau eru margþætt.
Í fyrsta lagi er það að kynna "guðinn", Hr. Dolph Lundgren, fyrir heimsbyggðinni allri! En þar sem ég er
búsettur í Englandi sem stendur þá ætla ég að einbeita mér að hinum enskumælandi heimi fyrst um sinn.
Í öðru lagi ætla ég að vinna dag og nótt með hinum félögunum að fá undirskriftir til þess að fá Dolph á klakann, þar sem það er í tísku nú á dögum að fá stórstjörnur hingað, en við eigum enn eftir að fá stærstu stjörnuna til landins!

Ég tel mikilvægt að hinn almenni lesandi fái að vita hvervegna nokkrir drengir vestan elliðaáa fengu þessa aðdáun á svíanum stóra. Þess vegna ætla ég að koma með smá sögubrot frá því þegar við kynntumst Dolph í fyrsta sinn.

Ungur peyji að nafni Einar var við það að eiga 16 ára afmæli. Hann ákvað að bjóða sínum bestu vinum og
gera hið "klassíska", að panta pizzu og leigja spólu. Að kvöldi 23. júní þá fóru nokkrir drengir röltandi
niður á vídjóleiguna Ríkið á Snorrabraut. Þeir völdu myndina From Hell með leikaranum Johnny Depp í aðalhlutverki. Síðan þegar þeir komu að afgreiðsluborðinu komust þeir af því að ókeypis gömul spóla fylgdi með í kaupbæti. Þar sem tíminn var naumur þá var ákveðið að velja spólu í flýti. Þá tók einn strákanna út úr hillunni myndina Showdown in Little Tokyo. Enginn mótmæti þessu vali þar sem það var ekki búist við að það fengist tími til þess að horfa á hana hvort sem er. Var horft á From Hell og mörgum pökkum af bingókúlum var kálað. Nokkru eftir miðnætti þá voru þessir drengir ekki búnir að fá nóg af hasar. Settu þeir þá "meistaraverkið" inn í Toshiba myndabandstækið. Ég get ekki lýst því hvað gerðist eftir það en ég man eftir því að hafa vaknað eftir eina bestu tilfinningu í lífi mínu. Þessi mynd hafði snert okkur alla það mikið að við mundum aldrei verða samir.

Hér með mæli ég með að allir fari út á næstu videoleigu og leigi þessa mynd og ekki skemmir það að kaupa hana.

Læt þetta duga í bili, með Dolph kveðju.


|

Free Hit Counters
Free Counter