<$BlogRSDURL$>

laugardagur, júní 12, 2004
 
Dolph tekur því rólega á Englandi....
Sælir veri fólkið,

Lítið bitastætt hefur verið að gerast hjá meistara Dolph síðasliðnu vikur. Ég spái því að hann sé að taka því rólega við hlið fjölskyldu sinnar hér í Lundúnum til þess að búa sig undir átökin þegar stórmyndin "The Defender" kemur út. Annars mun líklega fylgjast vel með komandi Evrópumóti í knattspyrni, þar sem þjóð hans Svíþjóð mun keppa. Sérstaklega þar sem Hr. Dolph á heima í Englandi þar sem lítið annað en fótbolti kemst að um þessar mundir.
Annars er lítið að frétta af Dolph nema þrjár bíómyndir með honum eru á leiðnni, vonandi hverri annari betri.
Til ykkar mörg hundruð aðdáenda Dolphs á Íslandi bið ég ykkur ekki að örvænta því strax og eitthvað fréttnæmt gerist varðandi Dolph þá láta heimildarmenn okkar vita og við setjum það strax á Dolph.tk.
Í millitíðinni getum við stjórnarmenn og gestapenni talað um hremmingar okkar á eyju elds og íss svo síðan drappist ekki alveg út.

Sumarkveðjur,

Einar Óli

|

Free Hit Counters
Free Counter