<$BlogRSDURL$>

föstudagur, maí 21, 2004
 
Þá er komið að því...
Já kæru félagar, það er kominn nýr hljóðbútur! og aftur er hann úr meistaraverkinu sjálfu, Showdown in Little Tokyo.
Í þetta skipti er það líklegast ein besta setningin í allri myndinni.
Og hér kemur íslensk þýðing (fyrir þá sem skilja ekki enskuna) á því sem Brandon Lee segir við Dolph Lundgren rétt áður en þeir fara að berjast við vondu gaurana.
Brandon Lee:Ef það fer svo að við deyjum báðir þá vill ég segja þér, þú hefur stærsta typpi sem ég hef séð á manni!
Dolph LundgrenTakk, ég veit ekki hvað ég á að segja.

|
miðvikudagur, maí 19, 2004
 
Nýr hljóðbútur!
Já, það er kominn nýr hljóðbútur inn og er hann úr engri annari mynd en Showdown in Little Tokyo!
Mæli svo sannarlega með að þið hlustið á hann, en þarna er Sgt. Kenner (Dolph) að tala "illa" um höfuðóvin sinn í Showdown, Yoshida.
Annars er lítið að frétta úr heimi Dolphs. Hann fór nýlega í frí með fjölskyldunni sinni til Mexíkó og er að öllum líkíndum núna staðsettur í London, en þar á hann hús.
(ég verð að finna "starmap" af London og finna húsið!)
Síðan bíða allir mjög spenntir eftir nýju mynds Dolphs, The Defender og ef þið viljið vita meira um hana þá mæli ég með póstinum hans Einars Geirs hér á undan mér.
Látum þetta duga í bili,
Dolph báráttukveðjur!

es. þeir sem hafa ekki enn skrifað undir til þess að fá Dolph á Bessastaði þá endilega gerið það núna, sjá undir hlekkir hér á hægri hönd.

|
miðvikudagur, maí 12, 2004
 
Stöndum saman!
Kveldið ágætu félagar.

Ég verð að afsaka skrifleysi mín undanfarna daga en próf og próflestur hafa tekið mikinn tíma en þau eru út allan blessaðan júní mánuð.
Jæja, ég ætla ekki að tala um mig sjálfan hér því þessi síða er ekki tileinkuð ljóshærðum Íslendingi heldur ljóshærðum Svía. Sá Svíi er yfirburðar maður. Hann er yfirburða gáfaður, hann er með útlit sem brætt hefur margan kvenmanninn, hann er með leikarahæfleika, sem því miður hafa yfirsést af ágætum meðlimum bandarísku Óskars akademíunnar. En fyrst og fremst tel ég hann hafa gífurlega persónutöfra og samskipta hæfileika. Kveikir þetta á einhverjum perum? Jú þetta eru einmitt þeir hæfileikar sem fyrst og fremst er leitað eftir hjá forsetum.
Tökum nokkur dæmi.
Ronald Reagan kom fyrst upp á sjónarsviðið sem leikari og endaði hann í hvíta húsinu.
William Clinton hefur það mikla persónutöfra að næstum því á þeim einum saman endaði hann sem forseti Bandaríkjanna (þeir töfrar komu honum líka næstum úr forsetastólnum en við vitum öll að ljóshærði Svíinn mundi aldrei halda fram hjá Anette sinni).
Arnold Svartinegri varð fylkisstjóri Kaliforníu eftir mjög svipaðn feril og Dolph okkar. Vöðvabúnt sem varð leikari og náði langt. En Dolph hefur eitt yfir Arnold, en það eru blessuðu gáfunuar og gráða frá virtum háskóla.

Þið sem hafið lesið þetta sjá nú væntanlega að Dolph nokkur Lundgren er það hæfur að hann mundi sóma sér vel sem forseti eina heimsveldisins (BNA) en hvað þá sem forseti einnar lítillar eyju í Norður-Atlantshafi?

Stöndum öll saman! Skrifum undir og fáum SVÍANN á klakann, TIL FRAMBÚÐAR!!

www.petitiononline.com/dolph

|

Free Hit Counters
Free Counter